Praktísk minnisatriði fyrir sýningu

 • note-pin-mdHafðu sýningarsvæðið / básinn einfaldan, en þó þannig að hann vekji eftirtekt.
 • Básinn á að bjóða gesti velkomna.  Ekki skapa hindranir.
 • Til að fá sem mest út úr sýningunni, er gott að birta upplýsingar í kynningarbæklingi sýningar.
 • Skrifaðu fréttatilkynningar.  Sendu föstum viðskiptavinum boðsmiða og kynntu þeim hvað þú ert að bjóða.
 • Sýningaskráin sem gefin er út nokkru fyrir sýningu er mjög mikilvæg. Hún veitir allar þær upplýsingar sem sýnandinn þarf af vita um sýninguna.
 • Vertu tímanleg(ur). Það gefur þér möguleika á að skipuleggja sýningarsvæðið / básinn mun betur.
 • Upplýstu starfsfólk þitt um sýninguna og til hvers er ætlast  af þeim.  Vertu viss um að markmiðin séu skýr og einnig hvert hlutverk hvers og eins er.
 • Markmiðið á ekki að vera að koma sem flestum bæklingum í hendur gesta sýningarinnar.  Bæklinga eiga þeir að fá sem sýna vöru þinni áhuga.
 • Hafðu frumkvæði að viðræðum við gesti sýningarinnar.  Vertu meðvitaður um við hverja þú ert að ræða hverju sinni, blaðamann, mögulegan viðskiptavin, nemanda eða t.d. samkeppnisaðila.
 • Vertu vel upplagður, (upplögð).  Tryggðu að þú fáir góðan nætursvefn fyrir sýningunna.

 • Meðan á sýningu stendur ætti sýningarsvæðið aldrei að vera autt.  Þar á að selja þar til sýningunni er lokið.
 • Eftirfylgni.  Eftir að sýningu líkur, er mikivægt að setja sig í samband við mögulega viðskiptavini.

Að sýningu lokinni

 • Skila leiguhúsgögnum.
 • Þrífa allt lím af plötum og skila bás hreinum.

Fyrri verk

Omnicron: 12.08.12 @ 12:31 EST. Með þessari uppfærslu settum við inn allskonar viðbætur. http://www.omnicron.baroninn.is
FrescoFood: 18.07.12 @ 18:53 EST. Glæsilega hönnuð grafísk myndvinnsla. http://www.frescofood.baroninn.is
Fresco: 23.06.12 @ 23:14 EST. Kraftmiklar viðbætur og fallegri hönnun á síðunni. http://www.fresco.baroninn.is

Hafðu Samband

  • image Fagsýningar ehf
   Helluhraun 2
   220 Hafnarfjörður
   Iceland
 • image This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Fixed right-sidebar