Tékklisti

 • Settu skýr og raunhæf markmið með sýningunni.   
 • Ákveða þarf með góðum fyrirvara  hvernig  sýningabásinn á að vera, þ.e stærð hans, samsetningu, liti, aukahluti, lýsingu o.s.fr.
 • Ákveða þarf hver á að vera á sýningarsvæðinu fyrir hönd fyrirtækisins. Tryggja að viðkomandi sé upplýstur um hvert hlutverk hans er á sýningunni.
 • Ganga frá pöntun á sýningakerfi, aukahlutum, lýsingu og rafmagni hjá viðeigandi aðilum.
 • Ákveða með hvaða hætti á að vekja athygli gesta á vörunni þinni.
 • Skipuleggja auglýsingar, viðtöl eða annað í fjölmiðlum - senda upplýsingabréf til viðskiptavina  vegna sýningarinnar.
 • Láta gera bæklinga og annað til að afhenda mögulegum viðskiptavinum á sýningu.check mark-2
 • Velja og útvega fatnað á starfsfólkið.
 • Vátryggja dýran búnað sem verður í básnum meðan á sýningu stendur.  
 • Ganga frá pöntunum á húsgögnum í básinn.
 • Verða sér úti um nauðsynlega passa og nafnspjöld fyrir sýninguna
 • Ganga frá pöntun á símalínu fyrir posa, síma eða fyrir tölvuna.
 • Setja básinn upp tímanlega.  
 • Koma vel afslappaður og undirbúin(n) fyrir sýningu, einbeitt/ur í að ná góðum árangri.


Þegar sýningu er lokið:

 • Fagna.  Sýningar geta tekið á, verið erfiðar og þeim fylgt mikið álag. Eftir sýningu er mikilvægt að gera sér glaðan dag og slappa af.

Fyrri verk

Omnicron: 12.08.12 @ 12:31 EST. Með þessari uppfærslu settum við inn allskonar viðbætur. http://www.omnicron.baroninn.is
FrescoFood: 18.07.12 @ 18:53 EST. Glæsilega hönnuð grafísk myndvinnsla. http://www.frescofood.baroninn.is
Fresco: 23.06.12 @ 23:14 EST. Kraftmiklar viðbætur og fallegri hönnun á síðunni. http://www.fresco.baroninn.is

Hafðu Samband

  • image Fagsýningar ehf
   Helluhraun 2
   220 Hafnarfjörður
   Iceland
 • image This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Fixed right-sidebar